laugardagur, 27. desember 2008

fimmtudagur, 18. desember 2008


flétta músastiga úr fortíðinni
fá sér hveitiköku
og hugsa um appelsín

klifra síðan upp á háaloft
og finna gamalt skraut
í skóinn

þriðjudagur, 9. desember 2008

fimmtudagur, 4. desember 2008

já elskurnar
það ríkir stríðsástand í Reykjavík
ómurinn af röddum reiðra
berst um Þingholtin
um Vesturbæinn
sérstaklega á laugardögum
og stundum á mánudögum
og þess á milli má hlusta á
skæruhernað þeirra Víðsjárgutta í Efstaleiti
enn beittari en áður

allt er beittara en áður

manneskjutetrin
sem langaði svo lengi að slá í borð
og stappa niður fæti
og segja hingað og ekki lengra
meira að segja þau (við)
erum farin að hrópa
fylkja liðið
og bera spjöld

"Mamma, ekki fara með mig á mótmælin"
"jú, elskan mín. Það er gott að mótmæla"

fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir ungdóminn
ekkert annað í stöðunni

Jebbs,
þetta er Ísland í dag

miðvikudagur, 3. desember 2008

úr grænum hægindastól,
appelsínugulri slæðu
og borðstofustól með leðursetu
hefur Franziska byggt sér lítið hús
inni í því er gul og kringlótt motta
sem á eru teiknaðir spilafætur
ofan á mottunni
og undir slæðuþakinu
liggur sængin hennar hvíta
í sömu stellingu og á sunnudaginn
þegar hún fór til pabba síns

ég tími ekki að hrófla við þessu listaverki
sem smækkar fjarvist hennar
heldur tipla ég um íbúðina
stússast í notalegheitum
og finnst hún vera hér enn
hlý og brosandi
undir sænginni

litli simpansa unginn minn

you are my sister
and I love you
may all your dreams
come true

fimmtudagur, 27. nóvember 2008

held hún sé að fara að skipta um ham
skottan sú
óumflýjanleg örlög sporðdrekans
sem vill losna við allt
henda selja gefa
sófasettið frá ömmu vínilplötur barnaleikföng borðdúka bókahillur
föt sem bera í sér skorpnar húðflögur
líkamlegar leifar hins liðna
súrt og sætt og allt það ...

skrifar nótur á blað úr hreistri sem hún skefur undan nöglunum
ný stelpa sem sönglar nýtt lag

uppáhalds orðið mitt er "já".

föstudagur, 31. október 2008

úr bókinni um píslirnar

Það hefur farið með versta móti um hjartað í mér undanfarið. Það hefur lamist lengi, og upp á síðkastið hefur verið þröngt um það í brjóstinu eins og brjóstið og hjartað eigi ekki saman lengur. Eitthvað er sem þrengir að rifjunum og í sambandi við þetta gína við mér kolsvört leiðindi og hræðsla í allar áttir, stundum svo að mér verður flökurt. Nú er tími til að byrja á bókinni um píslirnar. Engin lifandi sála nærri, að heitið geti, fegurð heimsins fjarri mér, nema einhver ögn af fegurð himinsins.

(úr formála að Samastaðar í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur)

fimmtudagur, 23. október 2008


Þett var fyrsti dagur í kreppu núna er ég hætt að telja dagana, dembi mér bara í veturinn, geri málamiðlanir: já það má fá sér kaffi og sígó í morgunsár ef stefnan er sett út í kuldann. Alltílæ að verðlauna sig fyrirfram. Pabbi gamli samdi einu sinni lag sem heitir "Út í kuldann" það er gott lag góð plata hann var líka svo stoltur af því að hafa tekið upp hljóðið í flugvél að taka á loft wroooom! Lýsi brúna litinn með síðustu dropunum úr gulri fernu mig langar heim í vestfirskt heimili að borða harðfisk og drekka kaffisull og hjúkk, bráðum fer ég þangað.

sunnudagur, 5. október 2008

From Copenhagen to Malmö



Hún er klók sú gamla
þegar ég teygi mig eftir henni
til kasta út í hafsauga
rennur hún mér aftur úr greipum
smeygir sér undir fóðrið
og hringar sig í innanávasanum
malandi af vellíðan
læðan atarna
og þótt ég viti
varir vera bitlausar
og hafi lesið um nauðsyn þess
að beita framtönnum
af festu
vilji maður losna við fornar slóðir
þá gefst ég upp
og hvísla að henni
mjúkum vörum
það gengur bara betur næst ...

já, það er banalt að
ferðast í lest
með rykfallna hjartasorg í farteskinu

þriðjudagur, 23. september 2008

í gær sýndi ég fyrirhyggju
í morgun var til matur í ísskápnum

indjáni II

F: Mamma, þegar maður verður stór þá má maður vera hvaða indjáni sem maður vill. Hvað ætlar þú að verða þega þú verður stór?

B: Ég var nú bara að hugsa um að búa til bíómyndir.

F: En mamma mín, það er miklu betra að vera indjáni. Viltu ekki bara vera indjáni eins og ég?

sunnudagur, 21. september 2008

indjáni I

I know where you are
and I know where you are going
I've seen it before
but I like you honey
as the others before you
they're there now
and I am here
without you and them
sucking tounge
and licking blood
but hey
you will always be
my wasabimaaaan
yeah
yeah
yeah

mánudagur, 15. september 2008

fimmtudagur, 11. september 2008

miðvikudagur, 10. september 2008

mánudagur, 8. september 2008


þvoði, þurrkaði og pakkaði
og nú er hún flogin
þessi elska
með indverska blessun á enninu

blót

Þegar ég eignaðist litlu stelpuna mína lenti ég í glufu í kerfinu og átti ekki rétt á fæðingarorlofi. Ég fékk reyndar fæðingarstyrk í þrjá mánuði, 40.000 ISK á mánuði. Alveg hægt að kaupa fullt af bleyjum fyrir það. Dööhh!
Og núna, í fyrsta skipti á ævinni ætlaði ég að skrá mig atvinnulausa, en úpps, aftur glufa (að þessu sinni ísmeygilega plönuð af hönnuðum almannatryggingakerfisins) og sorrý stína, þú getur gætt þér á því sem úti frýs.
thanks for nothing
andsk..
helv...
djöh...!
Mjá!

ég sakna þín
you hunter
en hey, þú særðir altént fram í mér rokkarann
sem er gott
og ég er farin að glugga aftur í Bukowski
sem er eeeh... gott
you devil

ást og friður

-b.

sunnudagur, 7. september 2008

laugardagur, 6. september 2008

föstudagur, 5. september 2008

mig langar í þessi reyniber
klifraðu stelpa
öskraðu
taktu smá Jane á þetta
Eyre
eða me Tarsan you.....
sexy thing

fimmtudagur, 4. september 2008

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

hvað merkir blóðbragð í munni?

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Jæja,
ég er alla vega að fara í afmæli á föstudaginn
túddírú
vinn bara allt of mikið
andinn floginn
með lundanum
langt út á Atlantshaf
og ofaní súpúskálar
á veitingastaðnum
Við Tjörnina
Hvað skyldi Marx annars segja við þessu?
"Júúú...(íbygginn), hún er föst í undirbyggingunni stelpuskjátan, ekki víst hún komist nokkuð upp aftur... haaa.... hmmm....(klórar sér í skegginu, augnaráðið föðurlegt.)"

En ég er allavega komin með rafmagn.
Þetta er allt að koma og bíðið bara,
bráðum
verð ég kona
á meðal manna
eða eitthvað
djók

mánudagur, 28. júlí 2008

sigli bara út á þennan sjó
með lokuð augun
himininn svartur
vinaleg útgáfa
af FUGLUM
Hitchcock's
ljúfustu grey
þessir lundar
Mugison var annars æði
kúl að hafa tvo trommara
og nú dansar Sjonni lokadansinn
við þurfum að koma okkur heim
í þessari úrhellisrigngingunn
en ég kann svo lítið á tölvur
og þið verðið að fletta henni upp þessari;
LE RITA MITSOUKO
elskurnar

þriðjudagur, 22. júlí 2008

mánudagur, 14. júlí 2008

skakklappaðist upp brekkuna í rigningu og bölvaði sjálfri mér fyrir að hafa afhjúpað skotið á þennan aulalega hátt í staðinn fyrir að brosa kankvís og sjálfsörugg og bjóðast til að gerast bílstjóri í mögulegri pílagrímsferð þinni um Melrakkasléttu

fimmtudagur, 10. júlí 2008

og farsíminn flaug í sjóinn
liggur nú í skötulíki
á botni Atlantshafs
og deilir mis-svæsinni fortíð eiganda síns
með krossfiskum
og öðrum djöflum

fimmtudagur, 3. júlí 2008

Sátum undir súð og og hann leit út undan gleraugunum og sagði "ég hélt alltaf að þú yrðir leikkona".

En nú sigli ég um sæinn upp á dag hvern. Veit ekkert hvað hann gerir þessi gleraugnaglámur, man ekki einu sinni hvað hann heitir.

Lundinn er lítill og vitiði bara hvað! Hann skiptir um ham, alveg eins og snákar. Eða allt að því, allavega alveg eins og rjúpan. Ekki eins auðvelt að spotta þessa litlu skratta á veturna, því þá dulbúast þeir og fara í felur.

Því þannig er það nú einu sinni elskurnar mínar að við erum dálítið eins og lundinn. Við erum röndótt en stundum staðföst (lundin er einkvænisfugl) og auðvitað erum við ekki öll þar sem við erum séð. Ég geri ráð fyrir að það eigi við um okkur öll...

miðvikudagur, 18. júní 2008

æi kunniði ekki einhverja fallega sumarvísu?

pulsa

Hvað er hann Geir að rugla?
Er Íslenska þjóðin svona vel í stakk búin til að takast á við kreppu? Tali nú hver fyrir sig skoho. Geir þú þarna gamla geit, ég skora á þig að fá þér þrjár vinnur, búa við rafmagnsleysi og sturtuleysi og peningaleysi og tíma-fyrir-barnið-þitt-leysi. Sjáum hvað þú endist og hananú.
Æi, mér finnst sautjándi júní hvort eð er ekkert skemmtilegur. Átti ekki einu sinni péning fyrir pulsu ...

mánudagur, 16. júní 2008

langvarandi
rafmagnsleysi
er ágætis hvatning
þegar kemur

hráfæði
og nú á að fara að prófa mann, enn og aftur
nennissuekki....
en bankinn bíður ekki
svo mikið er víst
best að klára þetta
rúlla þessu upp

eða eitthvað

Alla vega...

HEIMILDARMYNDIN KJÖTBORG VERÐUR SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI DAGANA 20.-24.JÚNÍ
MÆTIÐI NÚ ELSKURNAR
FJÖRAR STJÖRNUR Í MOGGANUM
EF ÞIÐ SKYLDUÐ ÞURFA FREKARI HVATNINGU

æi, ég elskykkur öll
hikk
hikk

-b.

þriðjudagur, 10. júní 2008

elskurnar mínar
mikið sem ég vildi hrifla meira hér
en það er svo ósköp mikið að gera
og stússast
og vinna
og skipuleggja
annars staðar
en það kemur að því

Best að skella sér á sjóinn
á deit með lundunum
það er ég
núna ...

mímímí
Bíbí er orðin lúin
en samt er gaman
ójá!

föstudagur, 23. maí 2008

skák og mát

Svona er maður nú gamaldags með vatnslausa sturtu og sprungið postulínsöryggi. Eyddi morgninum á óeinangruðu háalofti, innan um rykugar töskur, kattahár og plastkassa með barnafötum. Skrúfaði og skipti en gafst svo upp og dýbbði mér í laugina. Í pottinum fer maður að hugsa allskonar... Til dæmis um jákvæðu hliðar þess að vera svo blankur að maður eyðir morgninum í að velta vöngum yfir því hvort fimmtíköllunum sem eftir eru í jakkavasanum skuli eytt í sundferð eða kaffibolla. Ef maður velur kaffið, þá hrekkur klinkið upp í hálfa sundferð, sem dugar jú skammt. Ef maður velur sundið, nú þá er alltaf hægt að sníkja kaffi hjá góðri vinkonu. Ekki get ég helt upp á heima ... nema mér takist að skrúfa rétta stykkið á réttan stað á eftir þegar ég er búin að láta skrifa hjá mér nýlenduvörur hjá mínum lókal kaupmanni. Lengi lifi þeir! Burt með bankana sem tæla og féflétta mann þar til maður er orðin svo spenggrannur að maður þarf að fara aftur í bankann og sníkja yfirdrátt fyrir fötum í nýjum stærðum.
En sumsé, lífið er dásamlegt og maður miðar best af jaðrinum. Hungruð augu skýra sjónina og hviss!, aldrei að vita nema maður hitti beint í mark. Miðjan er alltaf svo helvíti berskjölduð...
Og nú ætla ég aftur heim á háaloft, að máta ...

fimmtudagur, 8. maí 2008

Kjötborg á Skjaldborg. Íhaaah!!

mánudagur, 21. apríl 2008

Kannski er ég farin að gleypa flugur
eins og afi
sem gabbaði okkur Mánasnáðann
og þóttist gleypa hrossaflugu
oooojjjj!!!
sögðum við, fimm og sjö
í sveitinni
því afar plata ekki

En sumsé,
gleðifluga
virðist hafa tekið sér bólfestu í maganum mínum
ég vaknaði brosandi í gær
og er enn brosandi
þetta er ógeðslega væmið
en
ekki gleyma því ljósin mín
að vor eru dásamlega væmin
og sérstaklega hönnuð til að vekja skilningarvitin
af löööngum dvala ...

laugardagur, 19. apríl 2008

tjullitjull


Jamm, hann mun hanga þarna svona líka rauður og fínn í skápnum fram á haust. En freistandi er hann, því skal ekki leynt. Synd að Páll skuli stiginn af rektorsstólnum. Við hefðum verið svo fín saman í sumrinu. Ekki víst að Stína hafi húmor fyrir svona vitleysu. Og svo kostaði hann bara fimmhundruðkall...

þriðjudagur, 15. apríl 2008

... og striðu

Tölvan mín er asni.
Þrjú ár liðu allt of hratt.
Og ég sem hélt að við yrðum saman að eilífu
-í blíðu og stríðu

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Er núna hætt að vera gervi-vor?

mánudagur, 7. apríl 2008

... og dýrðin

Ég hef áhyggjur af Gosa. Velti því fyrir mér hvort hann sé sleginn hinum alræmda faraldri vorþyngsla sem alkunna eru hér við ysta mar. Ef til vill veldur þessu ójafnt hlutfall í skömtun alvaldsins á aukinni birtu og aðlögunartímanum sem er nauðsynlegur eigi maður að geta tekið á móti ljómanum og dýrðinni allri. Það kemur enginn út úr skápnum á einum degi, ekki einu sinni blessaðar kýrnar. Það sem áður var mjálm er orðið að undarlegu ískri og Gosi starir melankólskum augum út um stofugluggann. Eyminginn, ég held hann langi í flugu ...

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Í vetur er áætlað að sýndar verði 14 sýningar í Borgarleikhúsinu. Þar af eru tvö verk eftir konur og tveimur verkum er leikstýrt af konum.
Þjóðleikhúsið stendur sig öllu betur, sýnir 18 verk, þar af sex verk eftir konur og flaggar heilum fjórum kvenleikstjórum sem stýra einni sýningu hver.
Fyrir stuttu voru sýndar í Háskólabíói nokkrar myndir undir yfirskriftinni "konur í spænskum kvikmyndum". Leikstjórarnir voru reyndar allir karlmenn.

Konur eru sérfræðingar í stóískri yfirvegun, sama hvað hver segir.

miðvikudagur, 2. apríl 2008

mánudagur, 31. mars 2008

Já elskurnar, leikhúsið er brothættur draumur sem þegar best lætur breytir sér í sexvængjað og rammgöldrótt kvikindi, fjórhöfða veru sem veitir blindum sýn.

Þetta er niðurstaðan af stórkostlega skapandi misskilningi sem forvinnan fyrir BA-ritgerð mína leiddi af sér. Nánari rannsókn leiddi hið sanna í ljós, Seraphiminn hans Artaud er ekki sexvængjaður serafi við hlið alvaldsins heldur aðeins jarðneskur senjor Serafino nokkur, ítalskur leikhússpekúlant síðan sautjánhundruð og súrkál. Hann var víst spesíalisti í skuggamyndum karlinn sá...

Draumurinn um leikhúsið
getur valdið ofsjónum
blómin mín
en það er alltílæ
því ofsjónir eru skapandi
hafir þú táslurnar
réttum stað

laugardagur, 29. mars 2008

Morgnar sem koma kaldir og heyra undir marsmánuð henta einkar vel til hvítþvotta. Hvaða morgun hentar ekki til að þvo hvítt spyr ég nú bara. Hef ekki vaknað með kolamolann á kassanum lengi en í morgun var hann að myndast við að koma sér fyrir, eins og Gosi þegar hann hringar sig makindalega ofan á bringunni. En seiseisei, þá stekkur maður bara á fætur, opnar út í garð og stingur í vélina. "Og skorstensfejeren gik en tur, gik en tur..." Þvottaefni og ferskt loft gera galdurinn og hviss! brjóstið er hreint, galopið og reiðubúið til að taka á móti undrum þessa sólríka þvottadags. Í þessum degi býr labbitúr niður að sjó, vinna, lestur og afmæli litla bróðurs sem er orðin svo stór. Kolamolinn hefur breyst í sexvængjað fiðrildi sem stafar gylltum geislum í áttir allar.

þriðjudagur, 25. mars 2008

ó ó
ég þrái sumar og sól
æ æ
í þessum bæ
við úúúúfinn sæ
úúhúuhúu....

á háaloftinu mjálmar hann kisi minn
best að gera hlé á súkkulaðiátinu
og hleypa honum niður
til mín
inn úr kuldanum
og gefa honum rækjur
og rjóma
friðar samviskubitið
rjóminn

ég sakna skottunnar minnar
sérstaklega á þessum tíma sólahrings
lúin í fótunum eftir vaktina
langar mig að heyra muldrið hennar
upp úr svefninu
nóg af gullkornum þar

en við Gosi höfum það sossum ágætt saman
lónlýblúbojs
og rifjum upp málshætti
síðan í fyrradag
oseisei

mánudagur, 24. mars 2008



Margt hefur á dagana drifið og óðum styttist í aprílgabb og húllumhæ í vorinu. Vampírukossinn strauk mér blíðlega og vakti af vetrarblundi. Tunglið var fullt og báran blá og asskoti er gott að pissa í fjörusand.

Í tilefni páskanna var stiginn byltingarsinnaður upprisudans í garðinum.

föstudagur, 22. febrúar 2008

Heyrðu beib, þér er boðið í erfidrykkju útí sveit - a la Amy. Húsið er fúið og kertin skaffa ljósið. Smókingklæddir sveinar leika á brass. Þú þarft ekkert að gera nema grúfa þig í gamlan stól og trúa á ritúalið. Nú, og ef þig skyldi, þegar líður á kvöldið, langa í dansinn ....

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

þau feta fótsporin þín þessi blöð
svona líka fallega rauð og gul
á gömlu stofugólfi
lýsir sólin upp frjókornin
sem stungu af á leiðinni

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Særingarþula Kötu

Out on the wiley, windy moors
We'd roll and fall in green
You had a temper, like my jealousy
Too hot, to greedy
How could you leave me?
When I needed to posess you
I hated you, I loved you to

Bad dreams in the night
They told me I was going to lose the fight
Leave behind my wuthering, wuthering
Wuthering Heights.

Heathcliff, it's me, Cathy come home
I'm so cold, let me in-a-your window

Oh it gets dark, it gets lonely
On the other side from you
I pine alot, I find the lot
Falls through without you
I'm coming back love, cruel Heathcliff
My one dream, my only master

To long I roam in the night
I'm coming back to his side to put it right
I'm coming home to wuthering, wuthering
Wuthering Heights

Heathcliff it's me, Cathy come home
I'm so cold, let me in-a-your window

Oh let me have it, let me grab your soul away
Oh let me have it, let me grab your soul away
You know it's me, Cathy

Heathcliff it's me, Cathy come home
I'm so cold, let me in-a-your window

(Kate Bush).

föstudagur, 15. febrúar 2008

A..m...dammdamm


meira að segja brjóstahaldarinn ilmar af grasi eftir helgaraferð til borgar hinna skökku húsa. ó hvað var gott að fá yl í kroppinn og sól á nebbann. asskoti hlýtur annars að vera hollt fyrir jónirnar að hafa svona mikið af síkjum og hjólum.

miðvikudagur, 6. febrúar 2008

nytt gott

þessi morgun sagði mér að halda kyrru fyrir
sem ég og gerði
og mikið sem það var nauðsynlegt

þegar leið á daginn komst ég nefnilega að því að:

samkvæmt búddhísku dagatali er krísutímabili undangenginna vikna lokið,
samkvæmt því var var neutral dagur í dag
og samkvæmt því hefst á morgun nýtt og gott
úti skín sólin en ég er alveg rugluð, gleymi lyklum í skráargötum og sting verkfærum inn í ísskáp.
Undir vinstra auga skoppar hann fjörfiskurinn
og kisi lepur afgangsbaðvatn af sturtubotninum
ætli hann hafi ekki bara gott af smá lavendersápu í bland...

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

"no no, I like Iceland. I like the weather and everybody is depressed so I feel at home"
sagði hann, tyrkneski vinnufélagi minn í kvöld.
Eftir vinnu skutlaði hann okkur stöllum heim og við rúntuðum í myrkrinu við undirleik sjóðheitra tóna frá Tyrklandi; "dillidilli..." söng hann til okkar í gegnum græjurnar, kallinn í útlandinu heita.

föstudagur, 1. febrúar 2008

To say everything is up in the air
is a total understatement
it is in this instability
that fate is often rewritten

og Guð býr í kaosinu og vonin í skrifunum, er það ekki annars???

fimmtudagur, 31. janúar 2008

Helvítis harðjaxlinn brotnaði í tvennt og nú glittir í silfrið. Rotinn niður í rót skrattinn sá. Best að gerast bara sjóræningjamamma, fá sér staurfót og arka bölvandi um bæinn, glenna ginið og ógna með gulltönn eins og gömul og harðsvíruð forysturolla.

þriðjudagur, 29. janúar 2008

ekki ekki

Það ku vera móðins á meðal ungra og gáfaðra að gerast yfirlýstir "ekki-bloggarar". Snúum upp á það og gerumst framúrstefnulegar og yfrlýstar "ekki-ekki-bloggarar". Tilveran samt dáldið undirlýst nú um mundir...

mánudagur, 28. janúar 2008

tsjutsjuuu...!

Ó að þessi hryllingsvika hafi bara verið stök bára, kroppurinn er orðin svo lúinn af því að hlaupa á veggi, stendur ekki af sér fleiri bylgjur í bili. Zizek hlær að öllu saman en ég vil bara búa inni í húfunni minni. Bót í máli að vera ekki fótbrotin. Hef sumsé reynt það á eigin skinni að sigurglaðir Sjálfstæðismenn í bland við Elvis-sveiflu á rúmgóðu eldhúsgólfi er afar áhættusamur kokteill... Slysavarðstofan er ekki kósý staður en þar hafa hins vega allir farið á námskeið í góðum samskiptum og lært að segja "gangi þér vel!" í kveðjuskyni. Það verður gott að komast aftur í þennan heim einhvern timan á næstunni, aaaaaahhhtsjúúúúhhhh!

miðvikudagur, 23. janúar 2008

ha,ha! allir að fara hér niður og til hægri og smella á "aujukall", þar eru svo fínar myndir af uppvakningum ásamt nokkrum af hinum ótal mörgu mönnum sem þiggja borgarstjóralaun um þessar mundir!

sunnudagur, 20. janúar 2008

ég finn þennan líka sterka ilm af breytingum - á hverju horni ...
Það eru svei mér þá helgispjöll að fara í Ikea á sunnudegi

föstudagur, 18. janúar 2008

þjónustufulltrúar eru mislynd grey, Ikea er allt of langt í burtu, þarfasti þjónn Íslendinga er bíllinn og munið nú að skola tómatana elskurnar...

miðvikudagur, 16. janúar 2008

dagskripi

Mér líður ekki lengur eins og nýbornu lambi. Kannski bara betra að hrúga öllum leiðinlegum, erfiðum og pirrandi atvikum á einn dag í staðin fyrir að dreifa þeim yfir lengri tima. Stikkorð þessa vansvefta dagskrípis eru sturtuflóð, kattaskítur og allt of stór skammtur af fólki sem er erfitt að hitta. Eða er þetta bara ég ...

þriðjudagur, 15. janúar 2008

krunk af rauðu þaki

Svei mér þá, maður er bara eins og nýborið lamb í borg sem er svona þakin hvitu. Ekki sem verst að moka tröppurnar í kompaníi við háttsettan krumma sem krunkar í takt við skrapið í skóflunni...

mánudagur, 14. janúar 2008

æi þetta er sossum ágætis líf, tómur baukur en þjórfé helgarinnar sér manni fyrir kaffibolla. Beinin svo ósköp lúin og í dag mun haldin hvíldardagur. Við mæðgur skoðuðum ísilagða tjörn í gær og mikið sem það var gaman. Skyldu skautarnir enn leynast á loftinu háa og ísinn haldast á pollinum? Ó hvað ég vona...

Núnú, Bíbí mælir að sjálfsögðu með Ástunni í Suðrinu sem flytur pistil um samgöngur í S-Afríku í "Víðu og breiðu" á RÚV í dag...

sunnudagur, 6. janúar 2008

Árið tvöþúsundogátta er hvorugkyns vin og byrjar vel. Vinkona hringdi og minnti mig á að forðast gegnumtrekk, barnapía færði mér Apex Twin og tvíburamamma sagði mér að samkvæmt talnaspeki munir þú vera örlagaár. Jólin enda líka vel og ég dragnast með jólatréð út á götu, á sokkaleistum í nóttinni. Og Kertasníkir er áreiðanlega rammvilltur einhversstaðar í Grafarholtinu, að leita að réttu leiðinni að fjallinu sínu... Úti í bíl bíður hún síðan, rakettan sem var keypt fyrir þjórfé á gamlársdag. Ætla að skjóta henni upp í heiðskýrt myrkur nálægt sjó. Örlygur kæri vin, við munum hafa það gott saman.

fimmtudagur, 3. janúar 2008

enn ein

lægðin yfir landinu og ég sem hélt að maður þyrfti að innbyrða áfengi til að verða timbraður!

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Angandi og tregablandin að venju þessi mót. Fínt bara, að standa edrú uppi á hól og baða sig í sprengjuregni. Purple rain. Þykjast hvergi smeyk, þenja bringu og ögra bara einhverju. Horfa upp i svart ginið og steyta hnefann í laumi; "já, komiði bara, látiði vaða!". Andskotinn hafi það herra biskup, ég ætla að elska þessa gæsahúð, þessi tár og mæta "þvi nýja" með hreina sál. Helvíti gott bara.


Hún er annars komin til mín, hin alíslenska fagurfræði kartöflunnar
ilmandi af einfaldleika og hversdagslegum hetjuskap.