fimmtudagur, 23. október 2008
Þett var fyrsti dagur í kreppu núna er ég hætt að telja dagana, dembi mér bara í veturinn, geri málamiðlanir: já það má fá sér kaffi og sígó í morgunsár ef stefnan er sett út í kuldann. Alltílæ að verðlauna sig fyrirfram. Pabbi gamli samdi einu sinni lag sem heitir "Út í kuldann" það er gott lag góð plata hann var líka svo stoltur af því að hafa tekið upp hljóðið í flugvél að taka á loft wroooom! Lýsi brúna litinn með síðustu dropunum úr gulri fernu mig langar heim í vestfirskt heimili að borða harðfisk og drekka kaffisull og hjúkk, bráðum fer ég þangað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
elskan mín hvernær eigum við að dæna saman hér á mosatorfunni
Skrifa ummæli