laugardagur, 18. janúar 2014

Í janúar er við hæfi að skála í stífuleyði og narta í stálull á meðan maður safnar fyrir næsta tíma hjá tannlækni...

sunnudagur, 10. febrúar 2013

Hugleiðing úr Djúpinu

Þar sem ég sit á hækjum mér
í fjörugrjótinu,
og fylgist með selum
á meðan bunan missir marks
og ég pissa í skóinn,
rennur upp fyrir mér
að ég kann svo illa
að vera til
annars staðar
en hér.

mánudagur, 17. október 2011

rugla sat á kvisti
átti krónu og missti
ein tvær þrjár
nú er hart í ár
-i

föstudagur, 2. september 2011

fimmtudagur, 1. september 2011

föstudagur, 17. júní 2011

fimmtudagur, 12. maí 2011

Dancing in da Underground

Þetta gerir fólk
bara sí svona
í Barcelona