sunnudagur, 5. október 2008

From Copenhagen to Malmö



Hún er klók sú gamla
þegar ég teygi mig eftir henni
til kasta út í hafsauga
rennur hún mér aftur úr greipum
smeygir sér undir fóðrið
og hringar sig í innanávasanum
malandi af vellíðan
læðan atarna
og þótt ég viti
varir vera bitlausar
og hafi lesið um nauðsyn þess
að beita framtönnum
af festu
vilji maður losna við fornar slóðir
þá gefst ég upp
og hvísla að henni
mjúkum vörum
það gengur bara betur næst ...

já, það er banalt að
ferðast í lest
með rykfallna hjartasorg í farteskinu

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...please where can I buy a unicorn?