mánudagur, 31. mars 2008

Já elskurnar, leikhúsið er brothættur draumur sem þegar best lætur breytir sér í sexvængjað og rammgöldrótt kvikindi, fjórhöfða veru sem veitir blindum sýn.

Þetta er niðurstaðan af stórkostlega skapandi misskilningi sem forvinnan fyrir BA-ritgerð mína leiddi af sér. Nánari rannsókn leiddi hið sanna í ljós, Seraphiminn hans Artaud er ekki sexvængjaður serafi við hlið alvaldsins heldur aðeins jarðneskur senjor Serafino nokkur, ítalskur leikhússpekúlant síðan sautjánhundruð og súrkál. Hann var víst spesíalisti í skuggamyndum karlinn sá...

Draumurinn um leikhúsið
getur valdið ofsjónum
blómin mín
en það er alltílæ
því ofsjónir eru skapandi
hafir þú táslurnar
réttum stað

Engin ummæli: