laugardagur, 29. mars 2008

Morgnar sem koma kaldir og heyra undir marsmánuð henta einkar vel til hvítþvotta. Hvaða morgun hentar ekki til að þvo hvítt spyr ég nú bara. Hef ekki vaknað með kolamolann á kassanum lengi en í morgun var hann að myndast við að koma sér fyrir, eins og Gosi þegar hann hringar sig makindalega ofan á bringunni. En seiseisei, þá stekkur maður bara á fætur, opnar út í garð og stingur í vélina. "Og skorstensfejeren gik en tur, gik en tur..." Þvottaefni og ferskt loft gera galdurinn og hviss! brjóstið er hreint, galopið og reiðubúið til að taka á móti undrum þessa sólríka þvottadags. Í þessum degi býr labbitúr niður að sjó, vinna, lestur og afmæli litla bróðurs sem er orðin svo stór. Kolamolinn hefur breyst í sexvængjað fiðrildi sem stafar gylltum geislum í áttir allar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Servidor, I hope you enjoy. The address is http://servidor-brasil.blogspot.com. A hug.

Bíbí West sagði...

Oh! Loksins fær maður komment og þá er það bara frá þessum stalker. "very intersesting, congratulations" Argh! Iss piss og pelamál og ég pakka þér bara oní skó, reima svo fyrir og kasta út yfir sjónarrönd, heim til Brasilíu bara...