fimmtudagur, 3. júlí 2008

Sátum undir súð og og hann leit út undan gleraugunum og sagði "ég hélt alltaf að þú yrðir leikkona".

En nú sigli ég um sæinn upp á dag hvern. Veit ekkert hvað hann gerir þessi gleraugnaglámur, man ekki einu sinni hvað hann heitir.

Lundinn er lítill og vitiði bara hvað! Hann skiptir um ham, alveg eins og snákar. Eða allt að því, allavega alveg eins og rjúpan. Ekki eins auðvelt að spotta þessa litlu skratta á veturna, því þá dulbúast þeir og fara í felur.

Því þannig er það nú einu sinni elskurnar mínar að við erum dálítið eins og lundinn. Við erum röndótt en stundum staðföst (lundin er einkvænisfugl) og auðvitað erum við ekki öll þar sem við erum séð. Ég geri ráð fyrir að það eigi við um okkur öll...

1 ummæli:

Fía Fender sagði...

stundum er svo gott að fela sig samt betra að fela sig með öðrum - til dæmis gersemi eins og þér sjóaraleikonubókaleikstjóragrallari