miðvikudagur, 3. desember 2008

úr grænum hægindastól,
appelsínugulri slæðu
og borðstofustól með leðursetu
hefur Franziska byggt sér lítið hús
inni í því er gul og kringlótt motta
sem á eru teiknaðir spilafætur
ofan á mottunni
og undir slæðuþakinu
liggur sængin hennar hvíta
í sömu stellingu og á sunnudaginn
þegar hún fór til pabba síns

ég tími ekki að hrófla við þessu listaverki
sem smækkar fjarvist hennar
heldur tipla ég um íbúðina
stússast í notalegheitum
og finnst hún vera hér enn
hlý og brosandi
undir sænginni

litli simpansa unginn minn

you are my sister
and I love you
may all your dreams
come true

1 ummæli:

Birta Thrastardottir sagði...

ó já, hún er djúp móðurástin elskan mín.

fallegir þessir prósar þínir, mjög inspererandi hvernig þú skrifar. litli hæfileikaboltinn þinn!