fimmtudagur, 4. desember 2008

já elskurnar
það ríkir stríðsástand í Reykjavík
ómurinn af röddum reiðra
berst um Þingholtin
um Vesturbæinn
sérstaklega á laugardögum
og stundum á mánudögum
og þess á milli má hlusta á
skæruhernað þeirra Víðsjárgutta í Efstaleiti
enn beittari en áður

allt er beittara en áður

manneskjutetrin
sem langaði svo lengi að slá í borð
og stappa niður fæti
og segja hingað og ekki lengra
meira að segja þau (við)
erum farin að hrópa
fylkja liðið
og bera spjöld

"Mamma, ekki fara með mig á mótmælin"
"jú, elskan mín. Það er gott að mótmæla"

fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir ungdóminn
ekkert annað í stöðunni

Jebbs,
þetta er Ísland í dag

Engin ummæli: