Í vetur er áætlað að sýndar verði 14 sýningar í Borgarleikhúsinu. Þar af eru tvö verk eftir konur og tveimur verkum er leikstýrt af konum.
Þjóðleikhúsið stendur sig öllu betur, sýnir 18 verk, þar af sex verk eftir konur og flaggar heilum fjórum kvenleikstjórum sem stýra einni sýningu hver.
Fyrir stuttu voru sýndar í Háskólabíói nokkrar myndir undir yfirskriftinni "konur í spænskum kvikmyndum". Leikstjórarnir voru reyndar allir karlmenn.
Konur eru sérfræðingar í stóískri yfirvegun, sama hvað hver segir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli