mánudagur, 7. apríl 2008

... og dýrðin

Ég hef áhyggjur af Gosa. Velti því fyrir mér hvort hann sé sleginn hinum alræmda faraldri vorþyngsla sem alkunna eru hér við ysta mar. Ef til vill veldur þessu ójafnt hlutfall í skömtun alvaldsins á aukinni birtu og aðlögunartímanum sem er nauðsynlegur eigi maður að geta tekið á móti ljómanum og dýrðinni allri. Það kemur enginn út úr skápnum á einum degi, ekki einu sinni blessaðar kýrnar. Það sem áður var mjálm er orðið að undarlegu ískri og Gosi starir melankólskum augum út um stofugluggann. Eyminginn, ég held hann langi í flugu ...

Engin ummæli: