sunnudagur, 6. janúar 2008
Árið tvöþúsundogátta er hvorugkyns vin og byrjar vel. Vinkona hringdi og minnti mig á að forðast gegnumtrekk, barnapía færði mér Apex Twin og tvíburamamma sagði mér að samkvæmt talnaspeki munir þú vera örlagaár. Jólin enda líka vel og ég dragnast með jólatréð út á götu, á sokkaleistum í nóttinni. Og Kertasníkir er áreiðanlega rammvilltur einhversstaðar í Grafarholtinu, að leita að réttu leiðinni að fjallinu sínu... Úti í bíl bíður hún síðan, rakettan sem var keypt fyrir þjórfé á gamlársdag. Ætla að skjóta henni upp í heiðskýrt myrkur nálægt sjó. Örlygur kæri vin, við munum hafa það gott saman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gostei muito desse post e seu blog é muito interessante, vou passar por aqui sempre =) Depois dá uma passada lá no meu site, que é sobre o CresceNet, espero que goste. O endereço dele é http://www.provedorcrescenet.com . Um abraço.
bíbí best, hvurnig er helgin, þurfum að draga fíuna út úr húsi, ég er æst í bob dylan í bíó og eitthvað áfengt, og by the way hver í andsk,,, setur inn þessi komment á spænsku hjá þér???
Já, einhver stalkerinn að bögga mann he, he,
hef nú oft séð einmitt sama komment á öðrum bloggerum, verið að reyna að gabba mann út í einhverja vitleysuna. En jú, helgin hljómar vel, þið farið í bíó, ég í vinnuna og hitti ykkur á eftir. Verðum við Fían ekki báðar barnlausar?!
Skrifa ummæli