miðvikudagur, 2. janúar 2008

Angandi og tregablandin að venju þessi mót. Fínt bara, að standa edrú uppi á hól og baða sig í sprengjuregni. Purple rain. Þykjast hvergi smeyk, þenja bringu og ögra bara einhverju. Horfa upp i svart ginið og steyta hnefann í laumi; "já, komiði bara, látiði vaða!". Andskotinn hafi það herra biskup, ég ætla að elska þessa gæsahúð, þessi tár og mæta "þvi nýja" með hreina sál. Helvíti gott bara.


Hún er annars komin til mín, hin alíslenska fagurfræði kartöflunnar
ilmandi af einfaldleika og hversdagslegum hetjuskap.

4 ummæli:

Ásta sagði...

Vá! þú ert búin að vera á svakalegu flugi hér síðustu vikurnar á meðan ég hef gleymt mér í litlum bæ hér allra syðst og meiraðsegja látið hafa mig útí slíka vitleysu að vakna klukkan 6 á morgnana til að hlaupa tíu kílómetra eftir krikkjóttum stíg. Í sjálfu jólafríinu! Já enginn veit ævina fyrr en...

En hvar ertu Helga mín? Hvar er þessi girnilega tíramísú og hvar er brosað með rauðan varalit?

Gleðilegt 2008 elsku vinkona!

krumma sagði...

gleðilegt ár hallgerður fagra, langar ógisslega að hitta þig, verum léttar á bárunni bráðum, knús

Bíbí West sagði...

Hæ Ásta mín! Gleðilegt ár til ykkar hjúanna á suðurpólnum. Úff hvað mig er farið að langa til útlandsins! En nýjasti Visaseðillinn hefur endanlega skorið úr um að ég verð að láta mér exótíkina í Bláa Lóninu nægja næstu mánuði.
Annars er ég farin að vinna á Við Tjörnina svona við og við. Ægilega gaman og kærkomin breyting frá bóklestri!

lúvílúv
h.

Bíbí West sagði...

Og já Hrafnhildur fagra, gerum það, sem allra fyrst!!