fimmtudagur, 2. ágúst 2007

konungur

Í fjörðinn er kominn aldraður konungur. Hann er hvíthærður og lúinn, með fallegt bros. Og Bíbí breytist í litla stelpu sem finnst svo gott að faðma afa sinn. Knúsar hann og kyssir í bak og fyrir. Afi gamli röltir um húsið og grúskar gleyminn í hlutum og minningum. Fór beina leið í kjallarann og sótti innmat í frysti. "Það verður að sjá fólkinu fyrir mat." Sótti líka frosinn rabbabara frá því í fyrra og kokkaði upp graut en , to, tre. Óþarfi að týna ferskan rabbabara ef maður á tilbúinn í frysti... Var alveg hissa á afastelpunni að hafa ekki borðað meira úr kistunni. Kemur ekki til greina að kaupa kartöflur og helgispjöll að henda. "Hvar eru álftirnar?" og "Hér eru fáar sem engar kindur á beit!". Þannig er hann afi minn.


Nú er annað að vera til. Einmanaleg sumarkvöld okkar Þorfinns, Budwar og Capri eru á enda. Húsið fylla nú tveir tíu ára strákar, frænka sem gott er að tala við og auðvitað Bíbí og afi. Á morgun kemur svo allra besta vinkonan með Þuluskott, að ógleymdu fallegasta fyrirbæri veraldar, Funubrosinu mínu einasta!!!!!

Engin ummæli: