fimmtudagur, 23. ágúst 2007

plástur


"Ég er ekkert orðin ruglaður!" segir hann pirraður. "Nei, ég var ekkert að segja það afi minn." Elsku afi minn. Já, við erum góðir vinir við afi, alveg hreint. Nú erum við tvö í höllinni. Og höfum það svo gott saman. Mín svona líka róleg í hjartanu og hann bara rólegur líka, þrjóskur - en rólegur þegar honum líður vel. Nýklipptur og fínn, japplandi á heimagerðri rúllupylsu. "Tja, þetta er nú eiginlega hangikjöt" segir hann og sker í bleika pylsuna með best brýnda hnífnum í fjórðungnum. Ekki furða að ég hafi verið sískerandi mig í fingurna í allt sumar, plástur á öðrum hverjum fingri. Brosandi lobbýdama með blóðuga fingur.

Engin ummæli: