föstudagur, 10. ágúst 2007

Undir regnboga

Hann var heill þessi margliti bogi. Náði alla leið frá gamla góða Þorfinni og yfir í Hvilftina. Teygði sig hátt hátt upp í himininn. Við stóðum á Bakkanum með bleikt fjarðarmynnið í bakið. Göptum bara og dæstum. Bíbí, litla wiskýveran, besta vinkonan úr firðinum og falleg Bakkamamma, bein í baki, með ljósrauðar krullur. Hann faðmaði okkur fjörðurinn. "Þú ert ein af oss" sagði húsfreyjan þegar við föðumuðumst allar fjórar í kveðjuskyni. Svo gott að heyra það í firðinum sínum.

1 ummæli:

Bosa sagði...

Oh, hvað þetta hefur verið fallegt, manni vöknar bara um augun. Er svo holt fyrir sálina að fanga fegurðina í umhverfinu sínu!