Í allt sumar hefur hún fylgt mér, þessi kona með apann á öxlinni og fjólubláan borða í kolsvörtu hárinu. Hún er í hvítri blússu, með samvaxnar augabrúnir og ég trúi henni fyrir öllu. Ég segi henni frá stund á hjara veraldar, undir svörtum hömrum við babybláan sjó, stútfullan af möguleikum. Eitt alsherjar draumarými. En í staðin fyrir að steypa okkur fram af brúninni tökum við á okkur rögg og höldum heim. Sunnudagssteikin bíður ekki. Fyrr en varir er böðullinn mættur og eldtungurnar standa úr höfðinu á honum. Um leið og hann strýkur okkur blíðlega um vangann, fer hann með aðvörunarorð og náðarmeðalið kemur í formi fallaxar. Snöggt skal það vera, og beitt. "Þetta er bara draumur og verkin tala." Bleikur draumur verður að hálshöggnum hænubúk sem hleypur um garðinn af taugatitringi einum saman. Allt í tómu tjóni bara. Smám saman róast búkurinn og ölduna lægir. Við öndum í takt, ég og Sjórinn, minn gamli vin. Þannig er nú það. Næ landi og geng upp hlíðina. Fer inn í húsið og drekk kaffi með frænku. Hún er glasi og það er gott að tala við hana. Við skilijum hver aðra við tvær.
Ég fann sem sagt hausinn, hann er enn þá á sínum stað, í fullu og beinu sambandi við "göttið" - alveg eins og það á að vera. Samvaxin eru þau herra Búkur og Frú Haus. Simpansinn skríkir, úúhahahhahhaaahahahahaaaa!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli