þriðjudagur, 24. júlí 2007

Ring of fire...

Svei mér þá ef fjörðurinn stóð ekki í ljósum logum í gærkvöldi. Himininn og fjöllin og allt heila klabbið. Eldrautt bara. Og í útlandaborg horfði lítil vera á eldgleypi. Sagði að sig langaði líka í skóla að læra "svona sjúddíley!". Hún er víst líka búin að fara í dýragarðinn þessi elska.
Hvernig skyldi lífið annars vera á baðströndum í Búlgaríu? Geri ráð fyrir að himininn þar sé sami og hér. Svo lengi sem ekki rignir...

2 ummæli:

Birta Thrastardottir sagði...

elskan mín! ertu bara þarna og ÞARNA FYRIR VESTAN?! mig setur hljóða. ég hef verið í takmörkuðum samskiptum við umheiminn....

yndilslegt að finna bloggið þitt (fann það í gegnum ástublogg), þú ert nú alltaf sami töffarinn. gúrú bara. ég sendi þér email á næstunni, allt crazy í skóla-klári og flutningum hér. gaman en það verður líka gaman að geta andað eðlilega á ný.

knús og kossar og faðmlag og ég veit ekki hvað til þín og F U sæta mín! bið að heilsa Þorfinni og Ytri Veðrará (var það ekki annars sú ytri) og allskonar ættingjum og skringiskepnum.

þín birta

Bíbí West sagði...

Jííísuss! Hvað er gaman að heyra í þér!! Ó já, við verðum að heyrast og skrifast og fljótlega.
Hlakka til að heyra allt sem á daga þína hefur drifið elskan mín. Ætli ég kíki ekki bara í heimsókn með haustinu - svona þegar flóðin verða í rénun (;