þriðjudagur, 3. júlí 2007

Takk

"Pétur Jónataaanssooon, barababamm (dillidill)
þeta bréf er til þíhííín.
Herra Pétur Jónaaatansson
þú ert ei lengur ááástin mín.
Ég orðin er leið á að veeera (tja tja tja)
bara brúðan þííín,
barmafuuullur er biiikarinn
og þreeeeyyytt er sála mín
barabbaa dúramm, dúræ....." (New Yorker!)


Og Bibi fór á saltfiskball og það var gaman. Villi Valli, Tómas R. og Jóhanna söngfugl standa fyrir sínu. Gaman að tralla og sveifla sér í góðu kompaníi!

Skyldi sá allra herðabreiðasti, minn steinrunni unnusti, breytast í prins sé hann kysstur? Hi, hi, ég tími ekki að prófa. Hann er svo tryggur eins og hann er.

Jájá, ég veit. Rómantíkin alveg hreint að drepa mann hérna.
Það er bara ekki annað hægt í þessari öskrandi fegurð.
Kannski dey ég úr rómantík hahaha!
Viljiði þá jarða mig hér?
Takk.

Engin ummæli: