föstudagur, 13. júlí 2007

Amen

Hinn eilífi désk. kvíðahnútur, Amen.
Rígbundinn og margvafinn rembihnútur, pikkkfastur. Stækkar og fitnar og breiðir úr sér eins og púkinn á fjósbitanum. Ég kann svo sem að næra hann, það er ekki það. Og náttúran, maður situr bara uppi með sjálfan sig - svo stór er skammturinn.

Kláraði fyrstu jólabók sumarsins í gær, auðlesna skáldsögu eftir vestfirskt Nýhil-skáld. Skítsæmileg. Klappa mér á öxlina fyrir það. Muna að klappa sér á öxlina, þá minnkar púkinn. Er strax byrjuð á annarri, það róar púkaskrattann. Klappiklapp.

Þessi vísnagáta er góð:

Shake it!
Don't break it!
It took your mama
nine months to make it!!

Og leggið nú hausinn í marineringu.
Að eilífu...

1 ummæli:

Fía Fender sagði...

já ég er kryddlegin bíonsí!