"Vá! Fjöllin hér eru næstum eins og í Himalaya" sagði besta vinkona Buddah þegar hún kom í Vestrið villta í fyrsta sinn. "Jú,jú, hver miðar við sína heimasveit" sagði ég og við röltum saman um holóttar götur og fílosóferuðum um skotveiðar og önnur andans mál.
Hún kom aftur, og í þetta skipti í kompaníi við undraveruna litlu og sjóarastrák af sveitaættum. Mikið varð ég glöð þegar risafyglið lennti. Brosti hringinn og tók á móti þeim með útbreiddan faðminn. Litla veran var feimin í fyrstu og sagði "hæ mamma, ég er í bleikum kjól og mig langar í kókómjólk með kisa að sparka bolta á."
Svo gott að eiga langt og gott helgarfrí, skjóta rótum og ganga á fjöll. Sigla sinn sjó í trillu - í félagsskap við skipsstráka, suma með kaskeiti og aðra með bokku. Vefja sig inn í ullarteppi frá Sambandinu. Sú litla söng hástöfum frumsamin lög meðan við sigldum út fjörðin. Kannski verður hún trúbador eins og mamman...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já stefnirðu á trúbban gæska...
Já þokkalega!
"Hann var sjómaður dáðadreeengur
Ó! Hvílíkur feeengur!
Við hittumst í sumrinu bjartaaaa
Hann hafði vöðva á við tröll
og vafði mig sér að hjarta
en það var ekki sagan öll
Ó nei og íhíhíhíhííí!"
Elsku besta mín!
Mikið væri ég til í að fara út á sjó, horfi á hann daglega og læt mig dreyma. Það er eins gott að þú setjir góða veðrið á hold, en kannski ekki of lengi, veit ekki hvenær Bósan er væntanleg í vilta vestrið.
En þangað til mun ég lesa rómantískar lýsingar af því hjá þér;)
Sakni, sakn
Skrifa ummæli