fimmtudagur, 5. júlí 2007

frændi

Og þá birtist frændi. "Hæ, ertu með lykla? Mig langar svo að leggjast í sófann og sofna með teppi." Já og júbbí! Gott að eiga frændur og gott að fá kompaní í kastalann hvíta. Þessi frændi á meira að segja vita. Drekka saman öl og borða ostaköku, spjalla og flissa, þegja og horfa á Þorfinn. Annar frændi, öllu fjarskyldari er að sigla hingað trillu að sunnan. Ekki amalegt það! Og þriðji frændinn, líka fjarfrændi, að fara að gifta sig 07.07.07. Gott hjá þeim að gugna ekki. Fallegt að gifta sig á eyri á milli fjalla.

Í fjörunni er álftapar með tvo litla og ljótsæta andarunga. Skyldu þeir líka breytast í H.C. Andersen? Það er orðið að notalegum vana að tékka á þeim áður en ég bruna í vinnuna á morgnanna.

Á morgun kemur yndisveran litla. Hún verður samferða tveimur manneskjum sem báðar hafa lengi átt pláss í hjarta mínu, þótt þær séu sossum nýbúnar að kynnast.
Fríhelgi framundan. Jájájá....

Engin ummæli: