laugardagur, 30. júní 2007

ruglirugl

Hér vil ég vera því Reykjavík er ruglandi. Þar gerir maður alls kyns vitleysur, hringir í hitt og þetta fólk og er sjálfum sér ónógur. Hér bakka fjöllin mann upp. Þau rúla. Sjórinn líka. Allt skýrt, ekki línur sem renna saman, þokukennd sýn eða hætta á að leysast upp. Fór til Reykjavíkur og fannst eins og mér hefði verið kastað út í ískalt vatn og berðist við að ná andanum. Það er gott að vera komin heim. Í kvöld ætla ég á deit í firðinum mínum. Við Þorfinnur ætlum að baða okkur saman, hann í sólinni og ég í sjónum. Hér er vel hægt að baða sig í ísaköldu án þess að örvænta. Íhaaah!
Mikið er annars gott að eiga kærasta sem er greyptur í stein...

1 ummæli:

Fía Fender sagði...

mikið er annars gott að eiga þig hvar sem þú svífur