þriðjudagur, 19. júní 2007

montprik

Þetta reddast allt einhvern vegin. Sérstaklega ef maður gerir það sem maður getur. Hvers vegna æsir maður sig þegar maður veit hversu lítið það hefur upp á sig? Best að taka bara æðruleysispakkann á þetta. Gera það sem maður getur og treysta síðan hinu/m. Þannig virðist dagurinn í dag fela í sér lausnir á flestum vandamálum gærdagsins, leigjendur fara...og koma, mæðgur karpa...og sættast. Peningar....hmm já, hvað með þá...?

Athugasemd um líf og tilveru: Sumir menn ganga þannig að bringan kemur fyrst, stendur beint út í loftið. Þeir eru ekki mínir menn enda iðulega smáir að gerð. Eru þó eflaust ágætustu skinn inn við beinið... "Montprik" er sossum líka skemmtilegt orð.

Engin ummæli: