föstudagur, 15. júní 2007

sjúddírarírey...

Mér leiðist! Langar að hitta vinkonur mínar í suðri, vestri og austri! Drekka með þeim hvítvín og hver veit, kannski negla nokkra nagla í nýtt heimili einhvurrar þeirra. Kannski maður byrji að drekka whiskey í meira magni, fæ þá kannski wiskýrödd og get startað langþráðum trúbadorferli: "Bíbí West flytur ástríðufulla sjóaraslagara á Langa Manga í kvöld... Hún er þekkt fyrir hnyttna texta sem fjalla flestir um armasterk og varamikil karlmenni sem búa yfir visku hafs og fjalla...sjúddírarírey... Um upphitun sjá Bakraddabandið (kvennaband sem eingöngu syngur bakraddatexta þekktra dægurflugna) og Inga Jónasar, hinn tregafulli trúbador Súgandans."

1 ummæli:

Bosa sagði...

Ég styð þennan söngferil þinn af fullum krafti og skal glöð mæta á tónleika:)
Sakna þín snúlla, hlakka til að hittast, kv. Bósan