sunnudagur, 17. júní 2007

rugl

Ruglfallegt í Skutulsfirði í dag. Hreint og tært, bæði himinn og haf. Hægt að spegla sig í pollinum bara, enda gera fjöllin það með glans. Svona morgnar gera alveg nunnulífið. Æskuástin mín vakir í næsta firði. Verst að hann skuli vera greyptur í stein. En hann er voldugur og hefur þögulan sjarma. Það má hann eiga. Ástin mín "ofnitrnuhr" (stafarugl).

Bíbí West þykir best að eyða 17. júní heima við í vöflubakstur og rjómaát með fjölskyldu (afstætt hugtak), vinum (ekki jafn afstætt hugtak) og öðrum elskum. Rjómakökukast virkar líka alltaf. Auðvitað hressilegt að hefja daginn á skrúðgöngu en hún má gjarnan vera heimatilbúin. Allt annað en messur og hátíðaræður steingervinga í jakkafötum. Litla undrið með wiskýröddina á þetta gullkorn: "Nei, þú ert í skyrtu, þú skilur þett ekki." Gleðilega fjallkonuhátíð og lengi lifi blómakjólar húrra húrra húrrah!

3 ummæli:

Fía Fender sagði...

það var ekki fyrr en ég fékk fjallkonuskeytið að ég áttaði mig að það væri hátíð í bæ svo ég dreif mig í bað og út að benda á blöðrur og borða ís. en við þuluskott söknuðum ykkar funu. saknisakn fallega vestanskvís. sé þig alveg fyrir mér með svuntuna að þeyta rjóma rjóð í kinnum.

Bosa sagði...

Þorfinnur á stórt pláss í mínu hjarta og hefur umvafið mig margoft í tignarleika sínum.

Bíbí West sagði...

Já hann er algjört bjútí og hefur kraftmikinn faðm enda erum við ófáar skotnar í honum!