föstudagur, 15. júní 2007

upp upp mín sál...

Jæja elskurnar mínar

Bíbí ákveður sem sagt að halda vestur eftir minniháttar brotlendingar í sollinum fyrir sunnan. Aldrei að vita nema að hún nái sér á flug með uppstreyminu sem myndast við bratta kletta vestfirzkra fjalla. Bezt að æfa sig fram á haustið og láta svo reyna á listina með öllum hinum nýburum svartfuglanna. Bíbí kaupir kagga og kemur sér fyrir í nornakofa langt inni í skógivöxnum dal. Eins og sannri norn sæmir skreytir hún kofann, að vísu ekki með sælgæti heldur gerviblómum í öllum regnbogans litum. Í kofanum hefur hún bezta kompaní í heimi: litla veru með wiskýrödd sem kann að gera allt úr engu!

Engin ummæli: