mánudagur, 29. október 2007

Kannski

að tilgangurinn fari að flæða sem ólmur nú þegar styttist í próflestur. Dettifoss af djúsí stöffi fyrir huga og sál. Það skyldi þó aldrei vera. Auðvitað hefur maður ekkert nema gott af örlitlum utanaðkomandi þrýstingi. "Kveður þú foss minn forni vinur / með fimbulrómi sí og æ / undir þér bergið sterka stynur... " svo man ég ekki meir, minnir að næsta lína gangi út á viðkvæmt strá undir verndarvæng kletts og fossa. En víkjum að öðru, tími til kominn að hitta elskurnar sínar, dreypa á rauðvíni og lesa með þeim ljóð eftir löngu dauða íslenska karla. Þá hlýtur andinn að fara á flug og við getum andskotast þetta saman - ölvaðar og andsetnar. "sem strá í nætur kuldablæ..." Ég er ekki að grínast.

2 ummæli:

krumma sagði...

hurðu sko mín fagra ég er mjög þyrst og eins og ég hef bent henni fíu míu á þá bíður ákveðinn maður okkar í næsta bíói nakinn og guðdómlegur, spurning um að taka gott stelpukast á þetta, hvað segirðu???

Bíbí West sagði...

jájá, sem mest af guðdómlegri nekt og (g)óðu kompaníi og þá er ég sátt muhahaha... Þurfum bara að finna kvöld sem hentar...