mánudagur, 15. október 2007

Sunnudagsmorgun og það hefur rignt blöðrum. Nema þær hafi sprottið upp úr gangstéttarsprungum eins og illgresi. Þær liggja á víð og dreif, samviskusamlega uppblásnar og ánægðar með sig, upprifnar eins og ungliðar í stjórnmálahreyfingu. Inni í porti liggur lítil krumpuð blaðra í drullupolli. Langt því frá að vera þrýstin sú arna. En hún er bleik. "Mamma má ég eiga þessa? Er þetta bleeeeiiika ammælisblaðran mín?"


Lítil yndisvera með whiskeyrödd átti afmæli á föstudaginn. Jájá. Maður á hálfgert afmæli sjálfur á svona dögum. Hún er svo kúl á því þessi elska og ákvað að slaka aðeins á eftir þriggja daga veisluhöld, eins og sannri stjörnu sæmir, með sólgleraugu og einkabílstjóra...

"mamma, eigum við að fara út í nóttina með lukt?"
"mamma, eigum við enga lukt?"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvílík óendanleg fegurð!

Bíbí West sagði...

Já ég veit. Ég get starað á hana endalaust (: