laugardagur, 6. október 2007

kotilettur

Tilveran óneitanlega tómlegri á pabbavikum. Sérstaklega fyrstu dagana sem eru seigfljótandi andskotar. Vel meinandi frænka birtist með plastpoka fullan af heimaslátruðum kótilettum á síðasta snúningi. Gapandi kjötpoki á eldhúsborði. Magnar upp einsemdina þessi déskoti. Gott ef hann hlær ekki hrossahlátri, hahaha! Best að fá sér að reykja. Kompaní í því. Maður getur sossum ráðist til atlögu en þá verður að velja hæsta tindinn, ógurlegasta skrímslið, mestu líkurnar á sigri þar. Ráðast á kjötfjallið með kjafti og klóm. Marínera kótilettur og elda fyrir ímyndaða gesti. Lesa smá í Ógleðinni hans Sartres, nóg af kjötskrokkum þar. Fara síðan í bíó, ein á laugardagskvöldi. Jájá, sossum áskorun í því. En neinei, hvaða vitleysa. Caprí skilur þig aldrei eftir eina. Og hurru! Er ekki púrtvínsflaska í hornskápnum? Svo er lambakjöt alltaf gott daginn eftir, með góðri sósu og svona. Mig langar til útlanda.

2 ummæli:

Fía Fender sagði...

djöfull verður mar þyrstur á lestri þessum. langar í púrtara hjá þér sæta!

Bíbí West sagði...

Já kannski maður rölti bara yfir, med vel steiktar kótelettur undir annarri hendi og púrtvínslögg í hinni!