föstudagur, 19. október 2007

kökudeig


Þetta er sem sagt eldhúsið mitt - já, og sólin. Ég er voða mikið þar núna. Meldaði mig hvorki inn á ljóðahátíð, frumsýningu né Airwaves. Sequenses mun líklega sigla óséð hjá líka. O sei sei. En, ég hélt hið fínasta afmæli, bakaði, eldaði mat, málaði veggi, þvoði ullarföt í höndum, hengdi upp þvott, hengdi upp þvott, hengdi upp þvott... og nú horfum við saman á Barbafjölskylduna. Barbapabbi er allt umvefjandi vera, breytir sér í kyrkislöngu og krana og bjargar fjölskyldunni úr kjafti krókodíla. Ég fíla Barbapabba. Væri til í að eiga einn svona sprellifandi metamorfósupabba. Því hann er fljótandi eins og ég, ekki óumbreutanlegur fasti, ekki tvívíð mynd, o seiseinei. Bara mjúkt og bleikt kökudeig sem passar upp á sína.

Engin ummæli: