miðvikudagur, 17. október 2007

nokkuð ljost

Mála veggi eins og óð. Hvitt yfir þrúgandi brúnt. Léttir, léttir, léttir. Er víst ekki ein af þeim sem sjá ekki hvíta fleti í friði - finnst þeir verði að fylla út í alla birtuna. Nei, mín vil bara ljós, ljós og meira ljós. Bjart, bjart og meira bjart. Nenni ekki dramatík. Hún er búið spil. Elskulega líf, tökum slaginn! Já skotta mín, skorum nóttina á hólm því við eigum nóg af luktum. Og Yoko má fara að vara sig, luktirnar okkar eru alvöru og þær eru margar. Luktirnar okkar ljúfan mín, þær teygja sig í hring og allt um kring...

Engin ummæli: