laugardagur, 3. nóvember 2007

"Jæja skotta mín, eigum við að fara á myndlistarsýningu?" Litla veran rekur upp stór augu og stígur tvö skref afturábak. Horfir stíft á mömmu sína og spyr: "Er það hættulegt?" "Nei, nei" segir mamman en íhugar um leið hve stórkostlegt það væri að komast á hættulega listasýningu, að vera á leiðinni í Bónus en koma við á Nýló og komast í hann krappann. Finna tilvistina hanga á bláþræði, upplifa smáskammt af lífsháska áður en maður fer að kaupa klósettpappír, kattamat og mjólk. Lífsháskinn náttúrulega jafn gufaður upp úr myndlistinni og öðru sviðum la vida. Það er helst að verða fyrir matareitrun eða erlendum flóttamanni í hælisleit, þeir ógna jú þjóðaröryggi þessir déskotar. Kannski að sjósund sé málið. Náttúrulega lífsfylling í lífsháskanum sko, tilgangur í baráttunni. Niðurstaðan verður öryggið heima, möllum okkur heitt súkkulaði og setjum upp sýningu á eigin vatnslitamyndum. Bjóðum svo bara herra Háska á opnunina.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, bjóðum herra Háska! Eða bara Dr.Hauschka?

Fía Fender sagði...

jæja elskan mín til hamingju með daginn þinn fallegust!

krumma sagði...

Til hamingju með ammælið lady lovelylocks, vildi svo koma í gleðskap til þín og dást að nýmáluðu eldhúsi, kannski þiggja eina capri og taka smá spor, seinna beib seinna, okkar tími mun koma, njóttu kvöldsins

Bíbí West sagði...

Já síðbúið takk ljúfurnar. Þetta var ljómandi dagur.