föstudagur, 16. nóvember 2007
Majones (þú varst hjá mér...)
Mig dreymir þig í pastellitu herbergi. Yfir hnjánum er hvítt lak. Tveir tindar í svissneskum ölpum. Þú liggur í rúminu og reykir menthol. Blæst hringi og stróka til skiptis. Þegar þú hreyfir þig heyri ég gutl í vatnsdýnu. Þú ert súkkulaðibrúnn páskaungi, loverboy í Hollywoodmynd. Hárið gyllt og varirnar bleikar. Við smyrjum okkur franskbrauð með majonesi og skellum á það aspas og skinku. Örbylgjan gerir kraftaverk á ostinum. Klórum hvert öðru á bak við eyrun og skolum dásemdinni niður með súkkulaðisjeik. Í gegnum rifu á rimlatjöldum sé ég himinn, hann er bleikur og blár. Ég elska þig. Þetta er nylonveröldin okkar. Djöfull ertu sætur pastelgrísinn þinn. Halló?! Halló?! Ertu þarna?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já... (uhumm) hér er ég!
LB
Skrifa ummæli