föstudagur, 30. nóvember 2007

"kartöflum" svaraði hann

Kuldaleg þessi hlaða úr steini. En þá verður maður bara að sanka að sér bókum. Tína þær úr hillunum, rogast með hlassið í hólfið sitt og koma sér makindalega fyrir - eins og belja við básinn sinn. Jórtra á síðunum eins og rolla í fjárhúsi og drekka kaffi í tonnavís eins og tannlaus og sköllóttur bóndi.

Rölta svo heim með góða samvisku og bækur í hvítum plastpoka. Hitta einn frá fornu fari og draga hróðug Málfríði upp úr pokanum: "Sjáðu! Ég tók Málfríði Einarsdóttur á bókasafninu." "Bíddu, hver er hún aftur? Flott kápa." (Hann á sum sé ekki við mína, heldur þá á bókinni). Ég byrja að muldra eitthvað um fallegt tungumál og idolið hans Guðbergs en þá rifjast upp fyrir mér hvað við erum - og vorum, ólík. Hann í beisikk stöffi og ég alltaf í smá vandræðum með að halda sjálfinu innanborðs...

En textinn hennar Másu flæðir ekki yfir bakka:

"Hvað ætti það að vera?" spurði konan. "Kartöflur," svaraði hann. "með hverju?" spurði hún. "Kartöflum," svaraði hann.

(úr Auðnuleysingi og Tötrughypja)

2 ummæli:

Fía Fender sagði...

þú ert æði. og mér líst ekkert smá vel á þitt flæði sko sjálfði og textinn og tadaraaaaa
innan og utan allra múra

Fía Fender sagði...

sjálffðfðððffðfðffððf......
SJÁLF já sjálf-ið ég sjálf