laugardagur, 8. desember 2007

Skammdegi

Labbaðu ljúfan mín eftir endilöngu Bergstaðastræti. Jájá, ég veit, maður hefur nú frekar tilhneigingu til að grúfa sig niður, setja höfuðuðið undir sig og rýna í ræsið, telja línur og fantasera um svarthol og hindurvitni. En góða mín, röltu þessa götu og horfðu svo beint af augum (ekki upp, þá missirðu af henni þessari elsku). Þá mætir hún augunum þínum, svona líka kringlótt og heit, glóandi gull. Baðaðu þig í glóðinni stelpa, settu stút á varirnar og rektu framan í hana tunguna, rauða og sæta. Breiddu út faðminn og stútfylltu tankinn!

Út um eldhúsgluggann sé ég upplýsta rák á ljósbláum himni. Fyrir stafni er þota.

Engin ummæli: