fimmtudagur, 13. desember 2007

fyrir þig Jane

Eftir tuttugu og fjórar klukkustundir plús tvær verð ég frjáls Jane ég verð frjáls eins og þú en akkúrat núna er ég flækt í söguna þína Jane og ég fíla það og ég veit að ég kemst hvort eð er ekki út fyrr en á morgun plús tvær klukkustundir Jane mín Eyre það er gott að vera núna þú og ég vil líka finna frelsi og ég vil líka arka um heiðar og ég vil líka vera sterk og ég vil líka finna minn Rochester svona eldheitan og myrkan djöfska og sálufélaga og spegil og allt og tuttuguogfjórirplústveir og þá er ég flogin!

Engin ummæli: