fimmtudagur, 13. desember 2007
vaxholkur
Sker niður appelsínur og stoppa í ævagamlar blúndugardínur. Kveiki á gufunni með blóðugum fingrum og heyri rödd Ólafar frá Hlöðum tala til mín úr eilífðinni. Þessi elska. Hún kveður um konur og hún kveður um menn. Rómurinn er forn og slátturinn þungur og ég finna að þá var ég ófædd en nú er ég hér og hamraðu Ólöf hamraðu mig með bylgjunum þínum, ég heyri brak og ég heyri bresti og röddin þín er faðmur og við hreyfum okkur saman í takt við ískrandi snúning vaxhólksins. Ég sé þig taka skæri og klippa síða hárið og ég heyri skröltið í prjónunum þínum og krafsið í pennanum þínum og þegar þú þagnar sakna ég þín, mænan er víst eins og gömul símasnúra og þegar maður klippir hana standa taugaendarnir í allar áttir...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli