miðvikudagur, 19. desember 2007

Bar þessa kassa alla út í bíl og út úr bíl og upp tröppur og stiga og mundi hvað ég flutti oft ein í gamla daga en ég hef ekki gert það lengi og þess vegna rankaði ég við mér við þetta rof á venjum, já fyndið að það skyldi vera orðin venja hjá mér að flytja með öðrum en þannig er það ekki lengur, ekki núna að minnsta kosti. Það er gott að finna fyrir sér, gott að bera alla kassana sjálf og gott að vinna fyrir aurunum sínum. Já elskurna mínar, Bíbí er orðiðn þjónustuskvísa í doppóttum kjól með blúndusvuntu á ónefndum stað við ónefnda grugguga tjörn og mér finnst það gaman, að leggja á borð og taka af borðum og þeysast með mat og fat og hella víni í glös og brosa framaní fólk og má ekki bjóða þér Tiramisu?! Oseisei, ætli maður sé ekki með óráði bara, komin nótt og þreytan farin að segja til sín. Langaði bara svo til að segja þér þetta herra Algeimur, ertu kannski frændi hans Altungu, nei djók og góða nótt bara. Jú, og síðan opnaði ég kassana og upp úr þeim streymdu allar þessar minningar, tíu kassar af fortíð takk fyrir og heyrðu, hún er nú bara dáldið sæt þessi stelpa þarna á myndinni, svona líka brún og algjör skutla að krúsa um grísku eyjarnar, já einu sinni var og engin veit sína ævina...

Engin ummæli: