mánudagur, 19. nóvember 2007
elsku besta heljargin...
Ég ræð ekki við það. Eins klisjulega og það hljómar, þá myndar þetta þorp, þessi fjöll og fjörðurinn allur landakort af sálu minni. Ég þekki engan stað jafn vel. Ekki einu sinni mig sjálfa. Þessi fjörður er ekki kvikull, hann er stöðugur, úr föstu efni og alltaf þar. Alltaf hér. Og heilög María hvað mig langar Vestur í þennan faðm. Þetta verndandi heljargin. Ég stelst þangað í huganum annað slagið, ýmist í draumi eða vöku. Mig langar bara í smá skammt. Nokkra daga af súrefni úr firðinum mínum. Þarf svo mikið að fylla á tankinn. Hlaupa upp brattann og finna sársauka í lungunum af áreynslu, rölta í fjörunni og strjúka steinunum. Finna kuldabola bíta í kroppinn. Jamm, það langar mig. Ég faðma þennan fjörð. Hann er inni í mér og þegar við hittumst, þá er ég heil. Hann er mitt heima. Þannig er nú bara það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Elsku Helga mín
tár á hvarma yfir fegurð orða þinna og skilningi á fjallaást.
Mikið var gaman í afmælisboðinu þínu
takk fyrir mig
kv.
Jósa
það er aldeilis ósandi þráin
fía mín djöfull sem sumir geta alltaf verið sarcastic
Já, ósandi
og fjós-andi
sem fer alveg með mann.
I love it beibí.
Aðrir mega hlæja
ég segi bara jæja:
you ain´t seen nothing yet.
sarcastic er í fínu lagi
Skrifa ummæli