mánudagur, 10. september 2007

Sumt i þessum heimi

Þann 23. október 1881 ritaði Rannveig nokkur Ólafsdóttir Briem Eggerti bróður sínum eftirfarandi línur, alla leiðina frá Winnipeg til Íslands:

"Góði bróðir!
Hversu undarlegt er ekki mannlegt hjarta. Hvað afl stýrir vilja vorum? Hvaða rödd er það, sem segir manni að gjöra það sem hvorki er gott eða illt eða sjálfsagt, til dæmis eins og mér að fara nú að skrifa þér?... Getur nokkuð verið réttara en rétt?... Er það skylda að fordæma það sem synd er? Er jafnsár hryggð hins kaldlynda og hins heitlynda?...Er nokkur sönnun fyrir því, að tíminn líði einlægt jafn hratt? Hvað skyldi nú vera langt þangað til ég fæ bréf frá ykkur og fréttir? Hefir baðstofan þín tekið miklum framförum í haust?... Getur samvizskan sofið?... Hvað er sérviska? Er það satt að við systkynin séum sérvitrari en fólk er upp og ofan? Er endurminning liðinnar sælu sár eða sæt? Sumt í þessum heimi er kallað guðlegt, sumt djöfullegt, en hvað er þá sannarlega mannlegt? Á hvaða aldri er maður vanalega sælastur?... Hvort er heitara glóðin eða loginn? Hvað álítur þú best við kvefi? Hafa peningar nokkurt sérlegt aðdráttarafl framar en annar auður? Langar þig ekki til að ferðast til Kínalands?...
Getur þú, elskaði góði bróðir fyrirgefið línur þessar systur þinni
Rannveigu."

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, en flott, hún hefur greinilega verið mjög skemmtilega þenkjandi þessi kona.
Þetta eru mjög góðar og gildar spurningar sem gott er að velta fyrir sér:)
Bósan

Bíbí West sagði...

Já þær eru nokkuð góðar þessar vangaveltur (:
Stórkostlegt að biðjast afsökunar á sjálfri sér eftir öll þessi klóku orð. Verðum að fara að hætta því, allt Evukynið, eins og við leggjum okkur. Komið nóg af því.