mánudagur, 24. september 2007

Jájá

Afi: Heyrðu. Hvernig á að elda þetta þarna... sem er svo mikið af í skápnum undir eldavélinni?
B: Ha? Meinarðu pastað?
Afi: Já, þessar makkarónur þarna.
B: Við getum til dæmis búið til sósu úr tómötum og basil og hvítlauk og ....
Afi: Jájá, heyrðu, vilt þú ekki bara elda eithvað úr þessu?
B: Jú, ég get gert það. Til dæmis í hádeginu á morgun.
Afi: Já en ekki í kvöldmatinn því þá ætla ég að elda fiskibollur úr dós og gera karrýsósu með. Mér finnst það svo gott.
Frændi: Já, Ora fiskibollur eru bestu fiskibollur í heimi.
Afi: Jájá, þú finnur út úr þessu með tómasósuna og makkarónurnar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhhh hvað þetta er dásamlega fallegt samtal. Það er gott að eiga afa.

Bíbí West sagði...

Já og fiskibollukarrýi-mallið þeirrra yljar manni niður í dýpstu hehe (: