Ellefti september. Léttir. Veit ekki hvers vegna. Nýtt upphaf. Loksins. Rifja upp ellefta september 2001. Á leiðinni heim úr rómansreisu um grísku eyjarnar og sem við sigldum inn í Aþenu blöstu við hrynjandi tvíburar á ótal skjáum, tvíhyggjan að falli komin búmmbúmmbúmm...
Undarlegt augnablik, og afdrifaríkt. Atburður svo ógnandi að bara má tala um hann á ammælisdaginn. Þess á milli látalætin ein. Sumt má ekki snerta. Því pot í kviku veldur hinu óbærilega. Önnur saga það. Hið nýja hér tengist öllu persónulegri vettvangi (ekki það að heimsmálin séu ekki persónuleg - og það mun persónulegri en okkur grunar). New eclipse segir Lutin og new eclipse segir líkaminn. Hinn dyntótti konukroppur, óumflýjanleg áminning, sæt og súr.
Ellefu er líka betri tala en tíu. Ekki núllpúnktur, ekki sjálfhelda, ekki stöðnun, heldur tvöfalt upphaf.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli