fimmtudagur, 6. september 2007

one more...

Já, Bíbí er komin heim. Reykir Caprí að vanda og hlustar á Ninu og Dylan. You´ve go to learn...... og One more cup of coffee.... Tínir sólber í garðinum og horfir á teiknimyndir í góðu kompaníi. "Mamma! Má ég fá meiri kleinu?" Eldar lasagna, allir velkomnir í mat, trist að elda alltaf fyrir tvo...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim elskan mín! Vildi að ég gæti skroppið til þín í lasagna. Sjálf fer ég bara á Narfann og þykist vera æðislega óháð listakona sem þurfi engan félagsskap, sátt við að glápa bara út um gluggann meðan hún borðar. Jamm orðin hungruð í fólk. Skrepp áreiðanlega heim til RVK bráðum.
Kossar

Bíbí West sagði...

Ó já, komdu fljótt. Var einmitt að játa fyrir sjálfri mér rétt í þessu að þetta blogg er orðið að einum alsherjar óði til einmanaleikans!!! En bráðum kemur helgi, úúhúhú...