miðvikudagur, 12. september 2007

Knutur

Ógleði er svarthol. Í hnésíðu pilsi með hnút í hári. En þú ert ekki sem verst góða mín, hreint ekki sem verst. Þetta kemur. Steypiregn. Helliregn. Best að hætta á kvíðastillandi og byrja að reykja. Púff púff. Áhrifin eru góð og reykurinn er róandi. Sígarettur eru höndlanlegar. Ekki litlar hvítar töflur i dós sem eiga að laga. En þær losa ekki, þær deyfa. "Einkennin" eins og doktorinn orðar það. Ljósarkrónurnar eru hvít blóm og þær stækka herbergin. Á bleikum miða stendur: "elskan, ég vil ekki hafa þetta svona." En þetta er svona. Engin vill "hafa þetta svona". Þetta er svona og þú ert ein. Ein í svörtu pilsi með hnút í hári. En þú ert ekki sem verst. Mundu það.

4 ummæli:

Fía Fender sagði...

hæ...

Bíbí West sagði...

Hæ (:

Nafnlaus sagði...

Ekki sem verst!!! Nei, ég myndi frekar segja að þú værir með þeim bestu:)!!!
Stundum er svoooo gott að reykja
Bósan

Bíbí West sagði...

Hæ líka þú yndi (: