þriðjudagur, 18. september 2007

sko ljosin

Algjör útlönd þetta kramhús í porti. Gott að fara þangað, kvölds og morgna og um miðjan dag. Nota kroppinn. Næra kroppinn. Ekki sitja heima og sakna. Sat í bíl í rigningu og sá fallegt skáld með stóra loðhúfu, með síða ljósa hárið sitt. Kom úr undirgöngum í rauðum skóm þessi elska. Við brunuðum áfram en hún hinkraði eftir ljósaskiptum. Borðaði nýveidda bleikju í raðhúsi. Svo fersk að hún bragðaðist eins og rigningin namminamm. Gott að fá skutl til baka og knús í bíl - í rigningu. Já, maður gerir bara allt í rigningu þessa dagana.

Engin ummæli: