föstudagur, 10. ágúst 2007

Undir regnboga

Hann var heill þessi margliti bogi. Náði alla leið frá gamla góða Þorfinni og yfir í Hvilftina. Teygði sig hátt hátt upp í himininn. Við stóðum á Bakkanum með bleikt fjarðarmynnið í bakið. Göptum bara og dæstum. Bíbí, litla wiskýveran, besta vinkonan úr firðinum og falleg Bakkamamma, bein í baki, með ljósrauðar krullur. Hann faðmaði okkur fjörðurinn. "Þú ert ein af oss" sagði húsfreyjan þegar við föðumuðumst allar fjórar í kveðjuskyni. Svo gott að heyra það í firðinum sínum.

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

surrender

mildin öll

Rigningin er góð og ágústnóttin líka. Mildandi þetta myrkur. Dempa peinið, droparnir. Fallegasta augnablik dagsins er svefnrofi litlu wiskýverunnar. "Mamma mín" hvíslar hún og grúfir sig í hálsakot. Þá er gott að vera til. Mæta í vinnu með ró í sálinni og spjalla við brosandi túrhesta og Eyju nokkra úr þorpinu sínu. Rifja upp og gera upp. Lobbýið getur beðið.

mánudagur, 6. ágúst 2007

under the gun


"Scorpios are so under the gun it is not funny
but if they keep it professional
they should be alright"



Já, hann Lutin hittir nú stundum naglann á höfuðið. Tek hann á orðinu.

sunnudagur, 5. ágúst 2007

......

Lamb í ofni og Anthony niðursoðin í apparatinu. Bara kósý á ísfirska elliheimilinu. Besta vinkonan og litlu skotturnar lesa sögu um litla rauða (og ákaflega klóka!) hænu. Hún gabbaði sko bæði rebba og mömmu hans! Og jeah, Kilye niðursoðin líka og þær bresta í dans. "Baby baby baby, you know you like it like this.... I'm spinning around.... moove out of my way....... I know you like it like this." Snúsnú, hoppihopp og júbbíjeyh!

Vissir þú annars Þorfinnur darling að það er til lag sem heitir "Balcony smoker"?! Hún Jenny Wilson sko, hefur örugglega sérstaklega samið það fyrir okkur. "Inhale......... Exhale......" (algengur frasi í leiklistarskólum en getur átt við víðar.....).

api

Í allt sumar hefur hún fylgt mér, þessi kona með apann á öxlinni og fjólubláan borða í kolsvörtu hárinu. Hún er í hvítri blússu, með samvaxnar augabrúnir og ég trúi henni fyrir öllu. Ég segi henni frá stund á hjara veraldar, undir svörtum hömrum við babybláan sjó, stútfullan af möguleikum. Eitt alsherjar draumarými. En í staðin fyrir að steypa okkur fram af brúninni tökum við á okkur rögg og höldum heim. Sunnudagssteikin bíður ekki. Fyrr en varir er böðullinn mættur og eldtungurnar standa úr höfðinu á honum. Um leið og hann strýkur okkur blíðlega um vangann, fer hann með aðvörunarorð og náðarmeðalið kemur í formi fallaxar. Snöggt skal það vera, og beitt. "Þetta er bara draumur og verkin tala." Bleikur draumur verður að hálshöggnum hænubúk sem hleypur um garðinn af taugatitringi einum saman. Allt í tómu tjóni bara. Smám saman róast búkurinn og ölduna lægir. Við öndum í takt, ég og Sjórinn, minn gamli vin. Þannig er nú það. Næ landi og geng upp hlíðina. Fer inn í húsið og drekk kaffi með frænku. Hún er glasi og það er gott að tala við hana. Við skilijum hver aðra við tvær.

Ég fann sem sagt hausinn, hann er enn þá á sínum stað, í fullu og beinu sambandi við "göttið" - alveg eins og það á að vera. Samvaxin eru þau herra Búkur og Frú Haus. Simpansinn skríkir, úúhahahhahhaaahahahahaaaa!

fimmtudagur, 2. ágúst 2007

konungur

Í fjörðinn er kominn aldraður konungur. Hann er hvíthærður og lúinn, með fallegt bros. Og Bíbí breytist í litla stelpu sem finnst svo gott að faðma afa sinn. Knúsar hann og kyssir í bak og fyrir. Afi gamli röltir um húsið og grúskar gleyminn í hlutum og minningum. Fór beina leið í kjallarann og sótti innmat í frysti. "Það verður að sjá fólkinu fyrir mat." Sótti líka frosinn rabbabara frá því í fyrra og kokkaði upp graut en , to, tre. Óþarfi að týna ferskan rabbabara ef maður á tilbúinn í frysti... Var alveg hissa á afastelpunni að hafa ekki borðað meira úr kistunni. Kemur ekki til greina að kaupa kartöflur og helgispjöll að henda. "Hvar eru álftirnar?" og "Hér eru fáar sem engar kindur á beit!". Þannig er hann afi minn.


Nú er annað að vera til. Einmanaleg sumarkvöld okkar Þorfinns, Budwar og Capri eru á enda. Húsið fylla nú tveir tíu ára strákar, frænka sem gott er að tala við og auðvitað Bíbí og afi. Á morgun kemur svo allra besta vinkonan með Þuluskott, að ógleymdu fallegasta fyrirbæri veraldar, Funubrosinu mínu einasta!!!!!