Hinn eilífi désk. kvíðahnútur, Amen.
Rígbundinn og margvafinn rembihnútur, pikkkfastur. Stækkar og fitnar og breiðir úr sér eins og púkinn á fjósbitanum. Ég kann svo sem að næra hann, það er ekki það. Og náttúran, maður situr bara uppi með sjálfan sig - svo stór er skammturinn.
Kláraði fyrstu jólabók sumarsins í gær, auðlesna skáldsögu eftir vestfirskt Nýhil-skáld. Skítsæmileg. Klappa mér á öxlina fyrir það. Muna að klappa sér á öxlina, þá minnkar púkinn. Er strax byrjuð á annarri, það róar púkaskrattann. Klappiklapp.
Þessi vísnagáta er góð:
Shake it!
Don't break it!
It took your mama
nine months to make it!!
Og leggið nú hausinn í marineringu.
Að eilífu...
þriðjudagur, 10. júlí 2007
Heimasveit
"Vá! Fjöllin hér eru næstum eins og í Himalaya" sagði besta vinkona Buddah þegar hún kom í Vestrið villta í fyrsta sinn. "Jú,jú, hver miðar við sína heimasveit" sagði ég og við röltum saman um holóttar götur og fílosóferuðum um skotveiðar og önnur andans mál.
Hún kom aftur, og í þetta skipti í kompaníi við undraveruna litlu og sjóarastrák af sveitaættum. Mikið varð ég glöð þegar risafyglið lennti. Brosti hringinn og tók á móti þeim með útbreiddan faðminn. Litla veran var feimin í fyrstu og sagði "hæ mamma, ég er í bleikum kjól og mig langar í kókómjólk með kisa að sparka bolta á."
Svo gott að eiga langt og gott helgarfrí, skjóta rótum og ganga á fjöll. Sigla sinn sjó í trillu - í félagsskap við skipsstráka, suma með kaskeiti og aðra með bokku. Vefja sig inn í ullarteppi frá Sambandinu. Sú litla söng hástöfum frumsamin lög meðan við sigldum út fjörðin. Kannski verður hún trúbador eins og mamman...
Hún kom aftur, og í þetta skipti í kompaníi við undraveruna litlu og sjóarastrák af sveitaættum. Mikið varð ég glöð þegar risafyglið lennti. Brosti hringinn og tók á móti þeim með útbreiddan faðminn. Litla veran var feimin í fyrstu og sagði "hæ mamma, ég er í bleikum kjól og mig langar í kókómjólk með kisa að sparka bolta á."
Svo gott að eiga langt og gott helgarfrí, skjóta rótum og ganga á fjöll. Sigla sinn sjó í trillu - í félagsskap við skipsstráka, suma með kaskeiti og aðra með bokku. Vefja sig inn í ullarteppi frá Sambandinu. Sú litla söng hástöfum frumsamin lög meðan við sigldum út fjörðin. Kannski verður hún trúbador eins og mamman...
fimmtudagur, 5. júlí 2007
frændi
Og þá birtist frændi. "Hæ, ertu með lykla? Mig langar svo að leggjast í sófann og sofna með teppi." Já og júbbí! Gott að eiga frændur og gott að fá kompaní í kastalann hvíta. Þessi frændi á meira að segja vita. Drekka saman öl og borða ostaköku, spjalla og flissa, þegja og horfa á Þorfinn. Annar frændi, öllu fjarskyldari er að sigla hingað trillu að sunnan. Ekki amalegt það! Og þriðji frændinn, líka fjarfrændi, að fara að gifta sig 07.07.07. Gott hjá þeim að gugna ekki. Fallegt að gifta sig á eyri á milli fjalla.
Í fjörunni er álftapar með tvo litla og ljótsæta andarunga. Skyldu þeir líka breytast í H.C. Andersen? Það er orðið að notalegum vana að tékka á þeim áður en ég bruna í vinnuna á morgnanna.
Á morgun kemur yndisveran litla. Hún verður samferða tveimur manneskjum sem báðar hafa lengi átt pláss í hjarta mínu, þótt þær séu sossum nýbúnar að kynnast.
Fríhelgi framundan. Jájájá....
Í fjörunni er álftapar með tvo litla og ljótsæta andarunga. Skyldu þeir líka breytast í H.C. Andersen? Það er orðið að notalegum vana að tékka á þeim áður en ég bruna í vinnuna á morgnanna.
Á morgun kemur yndisveran litla. Hún verður samferða tveimur manneskjum sem báðar hafa lengi átt pláss í hjarta mínu, þótt þær séu sossum nýbúnar að kynnast.
Fríhelgi framundan. Jájájá....
miðvikudagur, 4. júlí 2007
vökva blóm
Í dag er ekki sól og það er ágætt. Allt í rólegheitum og ég man hver ég er. Ég er hér. Engir vindar að sunnan sem rugla mann í ríminu. Bara austurrísk stelpa í bláum stuttermabol sem vökvar blóm af stóískri ró. Sjósund sem kælir og svefn í fjallakyrrð. Derrida nær ekki hingað. Bráðum kemur Funuskott, það verður gott.
þriðjudagur, 3. júlí 2007
Takk
"Pétur Jónataaanssooon, barababamm (dillidill)
þeta bréf er til þíhííín.
Herra Pétur Jónaaatansson
þú ert ei lengur ááástin mín.
Ég orðin er leið á að veeera (tja tja tja)
bara brúðan þííín,
barmafuuullur er biiikarinn
og þreeeeyyytt er sála mín
barabbaa dúramm, dúræ....." (New Yorker!)
Og Bibi fór á saltfiskball og það var gaman. Villi Valli, Tómas R. og Jóhanna söngfugl standa fyrir sínu. Gaman að tralla og sveifla sér í góðu kompaníi!
Skyldi sá allra herðabreiðasti, minn steinrunni unnusti, breytast í prins sé hann kysstur? Hi, hi, ég tími ekki að prófa. Hann er svo tryggur eins og hann er.
Jájá, ég veit. Rómantíkin alveg hreint að drepa mann hérna.
Það er bara ekki annað hægt í þessari öskrandi fegurð.
Kannski dey ég úr rómantík hahaha!
Viljiði þá jarða mig hér?
Takk.
þeta bréf er til þíhííín.
Herra Pétur Jónaaatansson
þú ert ei lengur ááástin mín.
Ég orðin er leið á að veeera (tja tja tja)
bara brúðan þííín,
barmafuuullur er biiikarinn
og þreeeeyyytt er sála mín
barabbaa dúramm, dúræ....." (New Yorker!)
Og Bibi fór á saltfiskball og það var gaman. Villi Valli, Tómas R. og Jóhanna söngfugl standa fyrir sínu. Gaman að tralla og sveifla sér í góðu kompaníi!
Skyldi sá allra herðabreiðasti, minn steinrunni unnusti, breytast í prins sé hann kysstur? Hi, hi, ég tími ekki að prófa. Hann er svo tryggur eins og hann er.
Jájá, ég veit. Rómantíkin alveg hreint að drepa mann hérna.
Það er bara ekki annað hægt í þessari öskrandi fegurð.
Kannski dey ég úr rómantík hahaha!
Viljiði þá jarða mig hér?
Takk.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)