held hún sé að fara að skipta um ham
skottan sú
óumflýjanleg örlög sporðdrekans
sem vill losna við allt
henda selja gefa
sófasettið frá ömmu vínilplötur barnaleikföng borðdúka bókahillur
föt sem bera í sér skorpnar húðflögur
líkamlegar leifar hins liðna
súrt og sætt og allt það ...
skrifar nótur á blað úr hreistri sem hún skefur undan nöglunum
ný stelpa sem sönglar nýtt lag
uppáhalds orðið mitt er "já".
föstudagur, 31. október 2008
úr bókinni um píslirnar
Það hefur farið með versta móti um hjartað í mér undanfarið. Það hefur lamist lengi, og upp á síðkastið hefur verið þröngt um það í brjóstinu eins og brjóstið og hjartað eigi ekki saman lengur. Eitthvað er sem þrengir að rifjunum og í sambandi við þetta gína við mér kolsvört leiðindi og hræðsla í allar áttir, stundum svo að mér verður flökurt. Nú er tími til að byrja á bókinni um píslirnar. Engin lifandi sála nærri, að heitið geti, fegurð heimsins fjarri mér, nema einhver ögn af fegurð himinsins.
(úr formála að Samastaðar í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur)
(úr formála að Samastaðar í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur)
fimmtudagur, 23. október 2008
Þett var fyrsti dagur í kreppu núna er ég hætt að telja dagana, dembi mér bara í veturinn, geri málamiðlanir: já það má fá sér kaffi og sígó í morgunsár ef stefnan er sett út í kuldann. Alltílæ að verðlauna sig fyrirfram. Pabbi gamli samdi einu sinni lag sem heitir "Út í kuldann" það er gott lag góð plata hann var líka svo stoltur af því að hafa tekið upp hljóðið í flugvél að taka á loft wroooom! Lýsi brúna litinn með síðustu dropunum úr gulri fernu mig langar heim í vestfirskt heimili að borða harðfisk og drekka kaffisull og hjúkk, bráðum fer ég þangað.
sunnudagur, 5. október 2008
From Copenhagen to Malmö
Hún er klók sú gamla
þegar ég teygi mig eftir henni
til kasta út í hafsauga
rennur hún mér aftur úr greipum
smeygir sér undir fóðrið
og hringar sig í innanávasanum
malandi af vellíðan
læðan atarna
og þótt ég viti
varir vera bitlausar
og hafi lesið um nauðsyn þess
að beita framtönnum
af festu
vilji maður losna við fornar slóðir
þá gefst ég upp
og hvísla að henni
mjúkum vörum
það gengur bara betur næst ...
já, það er banalt að
ferðast í lest
með rykfallna hjartasorg í farteskinu
þriðjudagur, 23. september 2008
indjáni II
F: Mamma, þegar maður verður stór þá má maður vera hvaða indjáni sem maður vill. Hvað ætlar þú að verða þega þú verður stór?
B: Ég var nú bara að hugsa um að búa til bíómyndir.
F: En mamma mín, það er miklu betra að vera indjáni. Viltu ekki bara vera indjáni eins og ég?
B: Ég var nú bara að hugsa um að búa til bíómyndir.
F: En mamma mín, það er miklu betra að vera indjáni. Viltu ekki bara vera indjáni eins og ég?
sunnudagur, 21. september 2008
indjáni I
I know where you are
and I know where you are going
I've seen it before
but I like you honey
as the others before you
they're there now
and I am here
without you and them
sucking tounge
and licking blood
but hey
you will always be
my wasabimaaaan
yeah
yeah
yeah
and I know where you are going
I've seen it before
but I like you honey
as the others before you
they're there now
and I am here
without you and them
sucking tounge
and licking blood
but hey
you will always be
my wasabimaaaan
yeah
yeah
yeah
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)