þriðjudagur, 3. mars 2009
þriðjudagur, 17. febrúar 2009
sunnudagur, 8. febrúar 2009
Þetta var eftirminnilegur dráttur! gólar hann kotroskinn, maðurinn með grímuna og græna hattinn. Með skjálfta í kroppnum öllum halla ég mér fram og miða af veikum mætti á hvítt postulínið. Blóðugt slím neitar að skilja sig frá upphafsstað sínum og ég sit í sömu stellingunni, dofin og bogin yfir vaskinum eins og dýr í taumi. Að lokum kemur kona klædd hvítum buxum og blárri mussu og aumkar sér yfir mig. Hún réttir mér tissjú og færir mér vatn. Þegar hún tekur við tómu glasinu greini ég í augum hennar skilningsríkt bros.
Í garðinum er hola. Þegar ég halla mér aftur í stólnum og gjóa augunum til vinstri sé ég hann liggja í blóði sínu, í tveimur hlutum. Andvana á grænum bakka, vinur minn jaxlinn. "Svona var hann þá klofinn" huxa ég með mér, "líkur mömmu sinni, þessi elska..."
Í garðinum er hola. Þegar ég halla mér aftur í stólnum og gjóa augunum til vinstri sé ég hann liggja í blóði sínu, í tveimur hlutum. Andvana á grænum bakka, vinur minn jaxlinn. "Svona var hann þá klofinn" huxa ég með mér, "líkur mömmu sinni, þessi elska..."
Vaknirðu með bauga undir augum eftir reykingar gærdagsins elskan mín þá er bara eitt í stöðunni. Vökvaðu morgunsárið með sítrónuvatni. Spíttu steinunum í vaskinn og myndaðu stafarugl úr orðum þeim sem standa hjarta þínu næst; ksana, skela, atha, angla ... þannig fer nýr dagur um þig mjúkum höndum, í óbeinni útsendingu frá ratsjárstöð á afskekktu fjalli. Kveiktu á sjónvarpinu og virtu fyrir þér snjókomuna á skjánum. Skelltu svo á eftir þér hurðinni þegar þú mætir alvöru veðri. Njóttu samanburðarins. Hlauptu upp hvíta hlíð mót svörtum hömrum þangað til þig verkjar í lungun. Kastaðu þér í jörðina. Snúðu þér á bakið og gleyptu himininn í einum bita.
sunnudagur, 1. febrúar 2009
fimmtudagur, 22. janúar 2009
Við sitjum í lest. Svo mikið þykist hún vita, litla skottið sem er orðin svona stór. Heillra fjögurra vetra sú arna. Situr roggin og lætur móðan mása á meðan hún bryður púkahlaup. “Mamma, þú mátt fá bleikann” segir hún og brosir eins og Móðir Theresa um leið og hún réttir mér molann sem hún hefur veitt upp úr gulum pakka. Ég reyni að sannfæra hana um að farartækið sé ekki lest heldur rúta en hún tekur ekki aðra eins vitleysu í mál.
Leiðin liggur í gegnum upplýst göng og hvíta firði. Við stefnum að flugvelli sem er handan við þorpið sem er ekki mitt. Sviptivindur ku vera orsökin fyrir breyttum brottfararstað. Hina firðina og bæina í þeim þekki ég eins og lófa minn og í líkama mínum hefur með árunum myndast grafískt landakort af þeim. Hið sama á ekki við um þetta þorp. Húsin eru óreglulega dreifð um hlíðina, göturnar ekki rúðustikaðar á flatri eyri eins og heima. Ég verð áttavilt hérna, hefur aldrei tekist að henda reiður á þessum stað þótt fallegur sé. Þegar við erum á leiðinni út úr þorpinu keyrum við fram hjá kirkjugarði. Upplýstir krossarnir standa vaktina líkt og orðum prýddir riddarar. Veggurinn umhverfis garðinn er steinsteyptur, gamall og hvítur. Yfir hliðinu er bogi, alveg eins og heima, fyrir flóðið.
Ég hef ekki tekið eftir þessum garði fyrr. Auðvitað á hvert þorp sér kirkjugarð. Hvers vegna bregður mér þá svona við að sjá þennan? Ég veit að það tengist minningum sem þyrlast upp í vestfirska vetrinum og ferðalaginu sem við mæðgur erum á. Líklega hefur það fátt að gera með kirkjugarða þannig séð. En ég sakna gamla garðsins heima.
Sólin brýst fram úr skýjunum og fyllir farþegarýmið skærri birtu. Ljósi sem verður að ágengri áminningu um forgengileika. Funuskott miðar af öryggi á þar til gerðan poka og kastar upp fernu af Trópí og pakka af hlaupköllum. Stuttu seinna stöndum við á fjórum jafnfljótum í höfuðborginni. Það er stutt í byltingu.
Leiðin liggur í gegnum upplýst göng og hvíta firði. Við stefnum að flugvelli sem er handan við þorpið sem er ekki mitt. Sviptivindur ku vera orsökin fyrir breyttum brottfararstað. Hina firðina og bæina í þeim þekki ég eins og lófa minn og í líkama mínum hefur með árunum myndast grafískt landakort af þeim. Hið sama á ekki við um þetta þorp. Húsin eru óreglulega dreifð um hlíðina, göturnar ekki rúðustikaðar á flatri eyri eins og heima. Ég verð áttavilt hérna, hefur aldrei tekist að henda reiður á þessum stað þótt fallegur sé. Þegar við erum á leiðinni út úr þorpinu keyrum við fram hjá kirkjugarði. Upplýstir krossarnir standa vaktina líkt og orðum prýddir riddarar. Veggurinn umhverfis garðinn er steinsteyptur, gamall og hvítur. Yfir hliðinu er bogi, alveg eins og heima, fyrir flóðið.
Ég hef ekki tekið eftir þessum garði fyrr. Auðvitað á hvert þorp sér kirkjugarð. Hvers vegna bregður mér þá svona við að sjá þennan? Ég veit að það tengist minningum sem þyrlast upp í vestfirska vetrinum og ferðalaginu sem við mæðgur erum á. Líklega hefur það fátt að gera með kirkjugarða þannig séð. En ég sakna gamla garðsins heima.
Sólin brýst fram úr skýjunum og fyllir farþegarýmið skærri birtu. Ljósi sem verður að ágengri áminningu um forgengileika. Funuskott miðar af öryggi á þar til gerðan poka og kastar upp fernu af Trópí og pakka af hlaupköllum. Stuttu seinna stöndum við á fjórum jafnfljótum í höfuðborginni. Það er stutt í byltingu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)